FréttirSkrá á póstlista

23.10.2009

Ásbjörn RE með 120-125 tonn af blönduðum afla

Ísfisktogarinn Ásbjörn RE var væntanlegur til hafnar í Reykjavík snemma í morgun með um 120 til 125 tonn af blönduðum afla sem fékkst eftir um fimm daga að veiðum. Að sögn Einars Bjarna Einarssonar, fyrsta stýrimanns og afleysingaskipstjóra, voru aflabrögðin alveg þokkaleg en hann leynir því ekki að það þurfi samt að hafa töluvert fyrir veiðunum.

Við náðum tali af Einari Bjarna er verið var að hífa eftir síðasta hol veiðiferðarinnar en togarinn var þá staddur norður á Halamiðum. Framundan var um 17 tíma sigling til Reykjavíkur.

,,Við hófum veiðarnar fyrir sunnan og vorum þar í karfa og fengum sömuleiðis vott af ufsa. Síðan færðum við okkur norður á Vestfjarðamið og þar höfum við verið á þorskveiðum en samt reynt að ná einhverju gramsi með. Við höfum aðallega verið að svipast um eftir ýsu með þorskinum en ýsuveiðarnar hafa gengið frekar treglega eins reyndin hefur verið lengst af þessu ári,“ sagði Einar Bjarni Einarsson.

Nýjustu fréttir

Allar fréttir