FréttirSkrá á póstlista

05.10.2009

Háþróuð vinnslulína tekin í notkun eftir áramót

HB Grandi hefur samið við Marel um kaup á nýrri, háþróaðri vinnslulínu. Línan verður sett upp í fiskiðjuveri félagsins á Norðurgarði og er stefnt að því að hún verði tekin í notkun í byrjun janúar á næsta ári.

Um er að ræða 24-stæða snyrtilínu, auk nýrrar tveggja brauta bitaskurðarvélar, sem bætist við þær þrjár sem fyrir eru. Verður hægt að auka afköst í bitaskurði til muna við þessa viðbót.

Að sögn Torfa Þ. Þorsteinssonar, framleiðslustjóra HB Granda, er félagið að endurnýja 13 ára gamla Marel línu, sem fyrir er, auk þess sem hægt verður að auka afköst og nýtingu í vinnslu á bolfiski.

Einnig verða settar upp fjórar QC M6000 gæðaskoðunarstöðvar sem munu gera gæðaeftirlit rafrænt og auðvelda allt aðgengi að gæðaskráningum.

Samstarf HB Granda og Marel hefur verið afar gott í gegnum tíðina og er umræddur samningur nýjasti afrakstur þess samstarfs.

Nýjustu fréttir

Allar fréttir