FréttirSkrá á póstlista

01.10.2009

Treg veiði í Síldarsmugunni

,,Við erum á leiðinni til lands og verðum að öllum líkindum komnir til Vopnafjarðar fyrir hádegi á fimmtudag. Þetta er búið að vera frekar erfitt síðustu dagana, leiðinda veður og treg veiði,“ sagði Róbert Axelsson, fyrsti stýrimaður og afleysingaskipstjóri á Ingunni AK, er við náðum tali af honum.

Ingunn AK hefur verið að síldveiðum í Síldarsmugunni frá því í síðustu viku og að sögn Róberts er búið að leita víða að síld í veiðanlegu magni.

,,Við fórum austur í miðja Síldarsmuguna en þaðan eru um 340 sjómílur til Vopnafjarðar. Aflinn var ekki mikill og við vorum komnir á landleið en rákumst sem betur fer á sæmilegan blett á leiðinni. Við toguðum þar í nótt og fengum þokkalegan afla,“ segir Róbert en að hans sögn er afli skipsins í veiðiferðinni um 400 tonn.

Um sjö til átta íslensk skip voru enn að síldveiðum í Síldarsmugunni þegar Ingunn AK hélt heimleiðis og voru það aðallega vinnsluskip að sögn Róberts.

Nýjustu fréttir

Allar fréttir