FréttirSkrá á póstlista

04.08.2009

HB Grandi og Huginn við makrílathuganir

Forstjóri HB Granda, Eggert Benedikt Guðmundsson, fór með fjölskyldu sinni á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Á laugardeginum bauð Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Hugins, ferðalöngunum í siglingu umhverfis Heimaey á gúmmíbáti. 

Á leið sinni að hellinum í Dalfjalli, ekki fjarri Herjólfsdal, sigldi báturinn inn í makrílvöðu.  Eggert Benedikt tók meðfylgjandi ljósmyndir af vöðunni.  Hann segir að ágangur makrílsins hafi verið slíkur að hægt hafi verið að snerta hann með berum höndum.  Einnig má sjá myndskeið á Youtube. Sjá myndskeið 1 og 2.

,,Engar veiðar voru þó stundaðar að þessu sinni, enda er nú einvörðungu heimilt að veiða makríl sem meðafla með norsk-íslenskri síld,” sagði Eggert Benedikt Guðmundsson í samtali við heimasíðu HB Granda.“

Nýjustu fréttir

Allar fréttir