FréttirSkrá á póstlista

27.04.2009

Kolmunnaveiðunum að ljúka

Kolmunnaveiðum skipa HB Granda er nú að ljúka en alls hafa Faxi RE, Ingunn AK og Lundey NS veitt samtals rúmlega 26 þúsund tonn af kolmunna á þessu ári.

Faxi RE er nú á leið til Vopnafjarðar með fullfermi af kolmunna og er von á skipinu til hafnar nú í kvöld. Ingunn AK er enn að veiðum og í morgun var skipið komið með rúmlega 1.300 tonna afla. Ef allt gengur að óskum verður heildarafli Ingunnar AK um 1.700 til 1.800 tonn í veiðiferðinni. Kolmunnakvóti HB Granda á þessu ári var rúmlega 24 þúsund tonn en heimilt var að veiða um 2.000 tonn af kvóta næsta árs og var sá réttur nýttur að þessu sinni.

Nýjustu fréttir

Allar fréttir