FréttirSkrá á póstlista

15.03.2009

Yfirlýsing frá stjórnarformanni og forstjóra HB Granda hf.

Að gefnu tilefni vilja stjórnarformaður og forstjóri HB Granda hf. koma eftirfarandi á framfæri:

 

Nokkur undanfarin ár hafa árlegar arðgreiðslur HB Granda hf. numið 12% af nafnvirði hlutafjár.  Á þessum tíma hefur gengi hlutabréfa í félaginu verið á bilinu 8 til 12,5.  Þetta þýðir að arður, sem hlutfall af markaðsvirði, hefur verið á bilinu 1-1,5%.  Þetta telst á alla mælikvarða afar hófsöm arðgreiðsla, svo sem ljóst má vera ef litið er til vaxtakjara á bankainnistæðum og ríkisskuldabréfum.  Samt sem áður hefur stjórn félagsins ákveðið að leggja til við aðalfund að arðgreiðsluhlutfallið lækki í 8% vegna ársins 2008.  Þetta samsvarar 0,8% arði á útistandandi hlutafé, miðað við núverandi gengi 10.  Lækkunin ræðst einkum af búsifjum vegna loðnuvertíðarbrests og af óvissu vegna umtalsverðra lækkana á verði nokkurra helstu afurða félagins.  Að auki kemur til fjárþörf vegna fjárfestinga, einkum uppbyggingar á nýrri bræðslu félagsins, sem skapa mun mörg störf á byggingartíma á Vopnafirði.

 

Félagið fagnar því að hafa undanfarna mánuði getað haldið uppi fullri vinnu í fiskiðjuverum félagsins í Reykjavík og á Akranesi, enda er efnahagslífinu mikilvægast að starfandi fyrirtækjum sé haldið í stöðugum rekstri.

 

Árni Vilhjálmsson, stjórnarformaður HB Granda hf.

Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri HB Granda hf.

 

Nýjustu fréttir

Allar fréttir