FréttirSkrá á póstlista

10.03.2009

Á kolmunnaveiðum djúpt vestur af Írlandi

Öll þrjú uppsjávarveiðiskip HB Granda eru nú farin til kolmunnaveiða á hafsvæðinu djúpt vestur af Írlandi. Ingunn AK komin á miðin sl. fimmtudagskvöld og Lundey NS sólarhring síðar. Faxi RE lét úr höfn sl. sunnudag og var von á skipinu á veiðisvæðið nú um hádegisbilið.

Að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar, deildarstjóra uppsjávarsviðs HB Granda, hefur veðráttan og slæmt sjólag gert skipverjum á Ingunni og Lundey erfitt fyrir við veiðarnar en þokkalegur afli hefur fengist inn á milli.

,,Skipin eru nú stödd á um 55°N og 17°V eða um 220 til 240 mílur vestur af Írlandi. Þarna eru íslensk skip að veiðum og einnig slangur af Rússum. Það er veiði allan sólarhringinn eða réttara sagt á öllum tímum sólarhringsins þegar veðrið gefur mönnum á annað borð færi á að vera með veiðarfærin úti,“ segir Vilhjálmur en þess má geta að í gærmorgun var Ingunn AK komin með 550 tonna afla í tveimur holum og Lundey NS með um 350 tonn eftir eitt hol.

Nýjustu fréttir

Allar fréttir