FréttirSkrá á póstlista

26.01.2009

Guðsþjónusta um borð í Faxa RE í Færeyjum

Skip HB Granda eru nú að kolmunnaveiðum suður af Færeyjum. Skipin héldu frá Færeyjum á aðfararnótt laugardags en þar voru þau í tvo daga vegna brælu á miðunum. Á meðan inniverunni stóð var guðsþjónusta haldin um borð í Faxa RE.

Á heimasíðu áhafnarinnar á Faxa RE segir m.a.:

,,Jæja þá erum við komnir aftur á miðin eftir að hafa farið til Færeyja vegna brælu. Núna erum við á guðs vegum hér úti því að það var haldinn lítil og góð messa hér um borð í inniverunni. Áhöfninni á Lundey var boðið að koma í messuna og var mæting nokkuð góð. Þannig að staðan á okkur núna er sú að við erum byrjaðir veiðar á ný og vonum að allt gangi vel hjá okkur. Það eru 4 bátar hér. Við, Lundey, Ingunn og Börkur. Við þökkum söfnuðinum sem kom að halda messuna hjá okkur kærlega fyrir.“

Að sögn Ingimundar Ingimundarsonar, rekstrarstjóra uppsjávarveiðiskipa HB Granda, fengu Faxi RE og Ingunn AK afla í gær um 270 til 290 tonn hvort skip. Áhöfnin á Lundey var búin að dæla um 90 tonnum úr trollpokanum þegar keðja, sem festir dæluna við pokann, gaf sig og við það tapaðist það eftir var í trollinu.

,,Núna í morgun var ekkert skipanna búið að hífa og var útlitið lélegt hjá þeim öllum.  Gott veður er hjá þeim en lítið af kolmunna,“ sagði Ingimundur Ingimundarson.

Nýjustu fréttir

Allar fréttir