FréttirSkrá á póstlista

21.01.2009

Útskriftarveisla í Norðurgarði

Útskriftarveisla fyrir starfsfólk HB Granda, sem sótt hefur íslenskunámskeið og starfsfræðslunámskeið í vetur, var haldin í húsakynnum félagsins í Norðurgarði fyrr í dag.

Að sögn Bergs Einarssonar, sem hefur haft umsjón með námskeiðunum, er óhætt að segja að þau hafi verið fjölsótt.

 Íslenskunámskeiðið, sem HB Grandi stóð fyrir í samvinnu við Alþjóðahús, sóttu alls 25 starfsmenn frá 10 þjóðlöndum (Víetnam, Tælandi, Litháen, Portúgal, Tékklandi, Svíþjóð, Marokkó, Filipseyjum, Kína og Póllandi) og á starfsfræðslunámskeiðunum voru 37 starfsmenn frá 14 löndum. Auk íslenskra starfsmanna og starfsmönnum frá löndunum tíu, sem nefnd eru hér að framan, voru þátttakendur á starfsfræðslunámskeiðunum einnig frá Mexíkó, Ghana og Kósóvó. Allir starfsmennirnir fengu afhent skírteini í viðurkenningarskyni  fyrir þátttökuna.

Þess má geta að markmiðið með starfsfræðslunámskeiðum fiskvinnslunar er að auka þekkingu starfsmanna á vinnslu sjávarafla, og gera þá hæfari til allra almennra fiskvinnslustarfa. Námskeiðin eru samtals 40 klukkustundir og taka til allra helstu þátta er varða starfið og starfsgreinina samkvæmt ákvörðun Starfsfræðslunefndar fiskvinnslunnar. Að þeim loknum hækka starfsmenn í launum sem svarar til tveggja launaflokka.

Nýjustu fréttir

Allar fréttir