FréttirSkrá á póstlista

06.01.2009

Fundu loðnu NA af Langanesi

Það er skemmtileg frétt á heimasíðu áhafnarinnar á Faxa RE í dag en í henni segir frá því að skipverjar hafi fundið loðnu norðaustur af Langanesi í nótt sem leið og að sýni úr aflanum hafi verið tekin fyrir Hafrannsóknastofnun. Með fréttinni fylgir m.a. skemmtileg mynd þar sem loðna er notuð til að mynda nafn skipsins.

Á heimasíðu skipverja segir:

,,Jæja eins og þið sjáið á þessari mynd hér að ofan þá var Faxi að fá fyrstu sýnin um borð hjá sér og var sú prufa tekin NA af Langanesi. Það er eitthvað líf að sjá en við ætlum nú ekki að fara að gefa út kvóta alveg strax þó að við glaðir vildum. Við tókum þessa torfu upp fyrir Hafró á magnaða dýptarmælinn okkar. Þessi loðna fannst kl 0330 í nótt, þann 6. janúar 2009.“

Fram kemur að búið sé að gera allar nauðsynlegar mælingar á sýnunum og loðnuleitinni verði haldið áfram í þágu vísindanna.

Nýjustu fréttir

Allar fréttir