FréttirSkrá á póstlista

20.11.2008

Norsk-íslensk síld og makríll að verðmæti 1,6 milljarða króna

Nú þegar veiðum skipa HB Granda á síld úr norsk-íslenska síldarstofninum er lokið á þessu ári er ekki úr vegi að gera vertíðina upp sem og makrílveiðina í sumar. Alls veiddu skip félagsins rúmlega 50 þúsund tonn af norsk-íslenskri síld og makríl á árinu og nemur aflaverðmætið um 1,6 milljarði króna.

Að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar, deildarstjóra uppsjávarsviðs HB Granda, voru úthaldsdagar Faxa RE, Ingunnar AK og Lundeyjar NS á síldveiðum úr norsk-íslenska síldarstofninum og á makrílveiðunum alls 290 talsins. Meðalaflaverðmæti á úthaldsdag var því um 5,5 milljónir króna og meðalverð á kíló nam um 32 ísl. kr/kg. Uppistöðu aflans, eða um 40 þúsund tonnum, var landað á Vopnafirði. 5.700 tonnum var landað í Noregi, 2.000 tonnum í Færeyjum og um 3.000 tonnum á Eskifirði. Síldaraflinn fór ýmist til vinnslu eða í bræðslu og makrílaflinn fór að mestu til bræðslu.

,,Við eigum eftir um 5.000 tonn óveidd af norsk-íslenska síldarkvótanum en munum geta nýtt okkur þann kvóta á næsta ári,” segir Vilhjálmur Vilhjálmsson.

Nýjustu fréttir

Allar fréttir