FréttirSkrá á póstlista

15.10.2008

Góðir gestir í heimsókn á Norðurgarði

Góðir gestir heimsóttu fiskiðjuver HB Granda nú í byrjun vikunnar. Forseti Íslands var þar í vinnustaðaheimsókn, eins og greint hefur verið frá hér á vefnum, og svo skemmtilega vildi til að á sama tíma var hópur nemenda og leiðbeinenda úr Öskjuhlíðarskóla í heimsókn í tengslum við samfélagsverkefni sem unnið er að í skólanum.

Að sögn Ólafar Sigurðardóttur, sem sá um að taka á móti hópnum, voru það 12 nemendur í 4. og 5. bekk Öskjuhlíðarskóla og 10 leiðbeinendur sem sóttu Norðurgarð heim þennan morgun.

,,Börnin eru að læra um hafið og sú hugmynd kom upp að fá að koma í heimsókn til HB Granda. Þetta var ákveðið með skömmum fyrirvara og börnin fengu að skoða ýmsar fisktegundir. Þau gátu einnig fylgst með vinnslunni án þess að fara inn í sjálfan vinnslusalinn. Hápunktur heimsóknarinnar var annars sá að börnin fengu að hitta forsetann og ég veit að það gladdi þau mikið,“ segir Ólöf Sigurðardóttir.

Nýjustu fréttir

Allar fréttir