FréttirSkrá á póstlista

14.10.2008

Um 1.900 tonn af frystum afurðum til Austur-Evrópu

Um síðustu helgi fór flutningaskipið Silver Ocean frá Vopnafirði með um 1.900 tonn af frystum afurðum frá HB Granda. Áætlað er að afferma skipið í Klaipeda í Litháen nk. fimmtudag.

Að sögn Jóns Helgasonar, sölustjóra uppsjávarfisks hjá HB Granda, kom Silver Ocean fyrst til Reykjavíkur þar sem lestuð voru um 250 tonn af sjófrystum afurðum. Á Vopnafirði voru svo tekin um 1.650 tonn af afurðum um borð.

,,Þetta voru um 1.000 tonn af frystum loðnuhrognum og svo síldarafurðir eða fryst samflök nánar til tekið,“ segir Jón en hann upplýsir að markaðir í austur Evrópu hafi styrkst mikið á undanförnum árum og verði æ mikilvægari fyrir starfsemi HB Granda.

Nýjustu fréttir

Allar fréttir