FréttirSkrá á póstlista

15.09.2008

Samvinna við Alþjóðahús um íslenskunámskeið

Skrifað hefur verið undir þjónustusamning á milli HB Granda og Alþjóðahúss vegna íslenskunámskeiða fyrir starfsmenn félagsins sem eru af erlendu bergi brotnir. Alls verður kennt í 300 stundir og munu kennarar frá Alþjóðahúsi sjá um kennsluna sem í flestum tilvikum mun fara fram í vinnutíma starfsmanna.

Að sögn Guðrúnar Öldu Elísdóttur, starfsmannastjóra HB Granda, felur samningurinn það í sér að haldin verða fjögur byrjendanámskeið og eitt námskeið fyrir lengra komna nú á haustmánuðum og fram til áramóta. HB Grandi hefur undanfarin ár boðið upp á  sambærileg námskeið og hafa þau þótt takast mjög vel.

,,Námsefni byrjendanámskeiðanna miðast við að auka vinnustaðatengdan orðaforða starfsmannanna miðla til þeirra upplýsingum um íslenskt samfélag, samskipti við opinberar stofnanir og gerð skattframtala svo fátt eitt sé nefnt. Framhaldsnámskeiðin fela svo í sér flóknari íslenskukennslu. Námsefnið tekur mið af námsskrá menntamálaráðuneytisins sem sömuleiðis styrkir þetta verkefni,” segir Guðrún Alda Elísdóttir.

Nýjustu fréttir

Allar fréttir