FréttirSkrá á póstlista

15.09.2008

Námskeið gegn einelti

Dagana 3. og 11.september sl. stóð HB Grandi fyrir eineltisnámskeiðum á Vopnafirði í samvinnu við Þekkingarnet Austurlands.

Að sögn Guðrúnar Öldu Elísdóttur starfsmannastjóra sóttu um 40 starfsmenn félagsins námskeiðin sem þóttu takast mjög vel.

Umrædd námskeið byggja á hinni svokölluðu Olweusaráætlun gegn einelti og andfélagslegri hegðun en áætlunin hefur m.a. verið innleidd í mörgum skólum hérlendis. Kennari á námskeiðunum var Þórunn Egilsdóttir sem starfar sem kennari hjá Þekkingarneti Austurlands.

Nánari upplýsingar um Olweusaráætlunina gegn einelti er að finna á heimasíðunni http://olweus.is/ .

Nýjustu fréttir

Allar fréttir