FréttirSkrá á póstlista

10.09.2008

Þreföldun í lausfrystingu á Akranesi

Vinnsla hófst að nýju í fiskiðjuveri HB Granda á Akranesi 18. ágúst sl. eftir sumarleyfi. Var sumarleyfistíminn notaður til að setja upp nýjan lausfrystibúnað sem þrefaldar afköstin í vinnslunni frá því sem var. Að sögn Torfa Þ. Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra landvinnslu HB Granda, hefur búnaðurinn reynst vel og vinnslan gengið að óskum.

Það var Skaginn hf. á Akranesi sem smíðaði nýja lausfrystibúnaðinn og setti hann upp. Afkastagetan er nú 2,5 tonn af afurðum á klukkustund en uppistaðan í vinnslunni eru léttsöltuð og lausfryst ufsaflök auk framleiðslu á léttsöltuðum og lausfrystum þorskflökum. Um 20 manns vinna við framleiðsluna.

Að sögn Torfa fara afurðirnar aðallega á markaði í Suður-Evrópu og Brasilíu. Góð eftirspurn er á báðum markaðssvæðum.

Nýjustu fréttir

Allar fréttir