FréttirSkrá á póstlista

27.08.2008

Úthlutun aflaheimilda

Úthlutun aflaheimilda á fiskveiðiárinu 2008/2009

Fiskistofa hefur sent útgerðum íslenskra fiskiskipa tilkynningar um aflaheimildir á fiskveiðiárinu sem hefst þann 1. september n.k. 

Skip sem fá úthlutað aflamarki á grunni aflahlutdeilda við upphaf fiskveiðiársins eru 312 talsins og aflamark þeirra er 222.233 þorskígildistonn. Í krókaaflamarki eru 397 bátar og er krókaaflamark sem þeim er úthlutað grunni krókaaflahlutdeilda 30.400 þorskígildistonn.

Í töflu að neðan er sýndur leyfilegur heildarafli í tegundum, sem sæta takmörkunum á heildarafla, á fiskveiðiárinu 2008/2009 og úthlutað heildaraflamark eftir að tillit hefur verið tekið til sérstakra úthlutana og línuívilnunar. 

Fisktegund

Leyfilegur heildarafli

Uppbætur

skv. 1. tl.    1. mgr. 10. gr. l. 116/2006

(Rækju- og skelbætur)

Til ráðstöfunar skv. 2. tl. 1. mgr. 10. gr. l. 116/2006

(Til stuðnings byggðalögum)

Línuívilnun skv. 8. mgr. 11. gr. l. nr. 116/2006

Úthlutað aflamark

2008/2009

Þorskur

130.000

1.423

2.646

3.375

122.556

Ýsa

95.000

1.018

1.893

1.601

88.488

Ufsi

65.000

712

1.323

62.965

Steinbítur

13.000

142

265

700

11.893

Karfi

50.000

50.000

Grálúða

15.000

15.000

Sandkoli

1.000

1.000

Skrápflúra

1.000

1.000

Skarkoli

6.500

6.500

Þykkvalúra

2.200

2.200

Langlúra

2.200

2.200

Keila

5.500

5.500

Langa  

7.000

7.000

Skötuselur

3.000

3.000

Síld (ísl.

sumargotssíld)

150.000

150.000

Úthafsrækja

7.000

7.000

Innfjarðarækja

0

0

Hörpudiskur

0

0

Humar

2.200

2.200

Allar tölur eru í lestum og miðast við afla upp úr sjó

 

Sérstakar úthlutanir

Fiskistofa hefur, skv. reglugerð nr. 740/2008, með síðari breytingum, úthlutað aflamarki, sem nemur 2.090 þorskígildislestum til 52 skipa sem eru með aflahlutdeild í hörpudisk og innfjarðarækju. Úthlutunin er tilkomin vegna skerðinga, sem hafa orðið á leyfilegum heildarafla þessarra tegunda. Bætur til innfjarðarækjuskipanna eru 1.107 þorskígildislestir og koma í hlut Arnarfjarðar 125 þorskígildislestir, 373 lestir  í hlut báta við Ísafjarðardjúp, 148 lestir í hlut báta við Húnaflóa, 153 lestir í hlut báta við Skagafjörð, 70 lestir í hlut báta við Skjálfandaflóa, 201 lest í hlut báta við Axarfjörð, 23 lestir í hlut báta á Eldeyjarsvæði og 14 lestir í hlut báts í Norðurfjörðum Breiðafjarðar.

Vegna skerðinga, sem verða í hörpudisksveiðum í Arnarfirði, Húnaflóa, Breiðafirði og Hvalfirði er nú úthlutað á fiskveiðiárinu 2008/2009 aflamarki sem samtals nemur 983 þorskígildislestum til báta, sem aflahlutdeild hafa í hörpudiski á áðurgreindum svæðum. Við útreikning uppbóta þessara er miðað við að skerðingin verði ekki meiri en 30% frá meðalafla áranna 1998 til 2007. Í hlut báta við Arnarfjörð koma 7 þorskígildilestir, 33 lestir í hlut báta við Húnaflóa, 919 lestir í hlut báta við Breiðafjörð og 24 lestir í hlut báta við Hvalfjörð.

Úthlutanir til einstakra báta eru gerðar á grundvelli aflahlutdeilda, sem þeir hafa í rækju og skel á viðkomandi svæði og er miðað við aflahlutdeildir eins og þær eru í upphafi fiskveiðiársins. Uppbæturnar skiptast á eftirgreindar tegundir: Þorsk, ýsu, ufsa og steinbít í hlutfalli við leyfilegt heildarmagn í þessum tegundum.

Ofangreindu afla- og krókaaflamarki hefur þegar verið úthlutað til skipa. Öðrum aflaheimildum, sbr. töflu yfir leyfilegan afla á fyrri síðu, sem ráðstafað er samkvæmt sérstökum reglum verður úthlutað þegar líður á fiskveiðiárið. 

Á vefsíðum Fiskstofu má finna ítarlegar upplýsingar um úthlutun aflaheimilda og sóknardaga á fiskveiðiárinu 2008/2009, þ.m.t. upplýsingar um úthlutun til einstakra skipa, aflamark stærstu útgerðarfyrirtækja, skipting aflamarks eftir landshlutum o.m.fl.  Slóðin er  www.fiskistofa.is.

Nýjustu fréttir

Allar fréttir