FréttirSkrá á póstlista

21.08.2008

HB Grandi styður Skagamenn í fallbaráttunni

Lið ÍA berst nú hatrammri baráttu fyrir sæti sínu í Landsbankadeildinni í knattspyrnu. HB Grandi styður Skagamenn í þessari baráttu og hefur ákveðið að bjóða öllum starfsmönnum félagsins og fjölskyldum þeirra á næsta heimaleik ÍA í deildinni auk þess að bjóða upp á veitingar á leiknum.

Staða Skagamanna í Landsbankadeildinni er allt annað en glæsileg. Liðið er í neðsta sæti deildarinnar með 8 stig eftir 16 umferðir og í næstu umferð, sem fram fer nk. sunnudag, mætir það HK sem er í næst neðsta sætinu með 9 stig. Þessi tvö lið eru í fallsætum eins og staðan er nú en í þriðja neðsta sætinu er svo Fylkir með 15 stig.

Leikurinn hefst kl. 18 og verða rútuferðir fyrir starfsmenn HB Granda á höfuðborgarsvæðinu og fjölskyldur þeirra frá Norðurgarði í Reykjavík kl. 16 ef þátttaka verður nægileg.

 

Nýjustu fréttir

Allar fréttir