FréttirSkrá á póstlista

13.08.2008

Aflaverðmætið komið í 780 milljónir króna

Aflaverðmæti uppsjávarskipa HB Granda er nú komið í um 780 milljónir króna á síld- og makrílveiðunum í sumar. Heildarafli skipanna þriggja er um 27.500 tonn.

Að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar, deildarstjóra uppsjávarsviðs, hafa síldveiðarnar gengið vel og hefur makríll, sem veiðst hefur með síldinni, reynst mikil búbót. Reyndar hefur dregið úr makrílveiðinni upp á síðkastið.

,,Skipin hafa verið að koma til hafnar með fullfermi í dag og í gær. Faxi RE kom til Vopnafjarðar með 1.500 tonn í gær og verið er að landa þar um 1.550 tonnum úr Lundey NS í dag. Ingunn AK er nú í Fuglafirði í Færeyjum með um 2.000 tonna afla sem landað verður hjá Havsbrún,“ segir Vilhjálmur Vilhjálmsson en þess má geta að Lundey NS hefur verið að partrollveiðum með Ásgrími Halldórssyni SF síðustu daga á meðan Faxi RE og Ingunn AK hafa verið saman um troll.

Nýjustu fréttir

Allar fréttir