FréttirSkrá á póstlista

10.07.2008

Lundey NS heldur til veiða í dag

Stefnt er að því að Lundey NS haldi til síldveiða í dag en skipið hefur legið í höfn í Reykjavík í nokkurn tíma vegna vélarupptektar og ýmissa viðhaldsverkefna, s.s. lagfæringa á toggálgum.

Samkvæmt upplýsingum Vilhjálms Vilhjálmssonar, deildarstjóra uppsjávarsviðs HB Granda, hafa veiðar Faxa RE og Ingunnar AK, sem hafa verið saman að veiðum með eitt troll, gengið bærilega. Skipin komu til Vopnafjarðar sl. þriðjudag með alls 3.340 tonna afla. Þau voru komin á miðin um 100 sjómílur austur af Héraðsflóa í gærdag og að sögn Vilhjálms komin með alls 650 tonna afla í tveimur holum.

Nýjustu fréttir

Allar fréttir