FréttirSkrá á póstlista

26.06.2008

Sumarlokanir á Akranesi og Vopnafirði

Vegna sumarleyfa starfsfólks HB Granda verður fiskiðjuverum félagsins á Akranesi og Vopnafirði lokað í fimm vikur í sumar. Starfsemi fiskiðjuversins á Grandagarði í Reykjavík verður með óbreyttum hætti þrátt fyrir sumarleyfi.

Að sögn Torfa Þ. Þorsteinssonar, framleiðslustjóra landvinnslu hjá HB Granda, hefst sumarlokun í frystihúsinu á Vopnafirði þann 4. júlí nk. en vinnsla hefst að nýju 11. ágúst. Sumarlokun á Akranesi hefst viku síðar eða 11. júlí og vinnsla hefst að nýju 18. ágúst nk. Þar verður sumarleyfistíminn nýttur til uppsetningar á nýjum og öflugum lausfrystibúnaði frá Skaganum hf. auk þess sem vinnslulínum verður breytt.

Nýjustu fréttir

Allar fréttir