FréttirSkrá á póstlista

18.06.2008

Úthafskarfaveiðar ganga illa

Fimm íslensk skip eru nú á karfaveiðum í og við íslensku landhelgislínuna úti á Reykjaneshryggnum. Hafa aflabrögðin verið slök frá því að veiðar hófust að nýju eftir sjómannadaginn.

HB Grandi er með þrjú skip á karfaveiðunum á Reykjaneshryggnum, Þerney RE, Venus HF og Helgu Maríu AK, og að sögn Birkis Hrannars Hjálmarssonar, rekstrarstjóra togara fyrirtækisins, hafa aflabrögðin verið döpur.

,,Veiðin var þokkaleg hjá Helgu Maríu AK fyrstu tvo dagana eftir að skipið kom á miðin eftir sjómannadaginn og þá voru að fást upp í tvö tonn á togtímann. Hin skipin tvö komu seinna út og þegar þau komu á svæðið var veiðin dottin niður. Aflinn hefur verið undir tonni á togtímann síðustu tvær vikurnar og reyndar hefur veiðin farið alveg niður í hálft tonn á togtímann,” segir Birkir Hrannar en hann upplýsir að bræla hafi verið á miðunum. Í gær skánaði veðrið en hið sama er ekki hægt að segja um aflabrögðin.

Nýjustu fréttir

Allar fréttir