FréttirSkrá á póstlista

11.06.2008

Faxi RE og Ingunn AK fara senn til síldveiða

Horfur eru á að Faxi RE og Ingunn AK fari til síldveiða úr norsk-íslenska síldarstofninum um eða upp úr 20. júní nk. og reiknað er með að Lundey NS fari til veiða í lok mánaðarins.

Vilhjálmur Vilhjálmsson, deildarstjóri uppsjávarsviðs HB Granda, segir að nú sé unnið að viðhaldi á skipunum þremur. Faxi RE og Lundey NS eru í vélarupptekt í Reykjavík en Ingunn AK er í höfn á Akranesi.

,,Við erum alveg rólegir þótt fréttir hafi borist af góðri síldveiði á miðunum NA af Jan Mayen. Síldin er enn mjög horuð og mun verr á sig komin en síldin sem vart varð við austur af landinu í lok maí og byrjun þessa mánaðar. Það er 400 sjómílna sigling frá Vopnafirði á veiðisvæðið og því teljum við skynsamlegra að hefja síldveiðarnar þegar síldin er orðin feitari og skemmra er á miðin en nú er. Vonandi náum við að veiða eitthvað af þeim 1,4 milljón tonnum sem Hafrannsóknastofnunin mældi austur af landinu í maímánuði,” segir Vilhjálmur Vilhjálmsson.

Nýjustu fréttir

Allar fréttir