FréttirSkrá á póstlista

07.05.2008

Eggert Benedikt Guðmundsson nýr ræðismaður Síle í Reykjavík

Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri HB Granda hf., hefur verið skipaður kjörræðismaður Síle í Reykjavík.  Eggert Benedikt tekur við af Brynjólfi Bjarnasyni, forstjóra Skipta hf., sem verið hefur ræðismaður frá árinu 1994.

Að sögn Eggerts er það sérstakur heiður fyrir HB Granda og sig persónulega að til sín hafi verið leitað. 

,,Ég hef haft einstaklega góð kynni af þessu fjarlæga landi og íbúum þess undanfarin ár og hlakka til að fá að kynnast þeim enn frekar," segir Eggert en hann stundaði nám á Spáni um tveggja ára skeið. Tungumálið er honum því ekki framandi þótt hann viðurkenni að tök hans á spænskunni mættu trúlega vera betri.

,,Þetta er hins vegar gott tilefni til að bæta spænskukunnáttuna. Á meðan verð ég bara að grípa til annarra tungumála ef umfjöllunarefnin gefa tilefni til þess,“ segir Eggert B. Guðmundsson.

Vert er að geta þess í þessu sambandi að fráfarandi kjörræðismaður var um árabil forstjóri Granda hf. sem nú heitir HB Grandi. Tengsl félagsins við Síle hafa verið mikil í áranna rás og víst er að þau muni ekki minnka með tilkomu nýs kjörræðismanns.

Nýjustu fréttir

Allar fréttir