FréttirSkrá á póstlista

25.04.2008

Örfirisey RE til veiða með tvö troll


Breytingum og endurbótum á frystitogaranum Örfirisey RE er nú að ljúka en skipið, sem verið hefur í dráttarbraut Stálsmiðjunnar í Reykjavík sl. hálfan annan mánuð, er nú komið á flot að nýju. Meðal breytinganna má nefna að sett var þriðja togvindan í skipið og fer það á næstunni til veiða með tveimur trollum samtímis.

Að sögn Rúnars Þórs Stefánssonar, útgerðarstjóra HB Granda, hefur verkáætlun staðist ágætlega. Nýja vindan er af gerðinni Ibercisa og er hún rafdrifin. Um niðursetningu hennar sáu starfsmenn Framtaks. Nauðsynlegt var sömuleiðis að breyta öllum blakkaupphengjum vegna breytinganna á vindukerfinu. Þá var sett nýtt stýri á skipið, nýr hausari settur í vinnslurýmið og nýju frystitæki bætt við auk þess sem brú skipsins og eldhús voru endurnýjuð.

Gert er ráð fyrir því að Örfirisey RE fari fljótlega til veiða, fyrst til bolfiskveiða á heimamiðum en síðan til veiða á úthafskarfaslóðinni á Reykjaneshryggnum.

Nýjustu fréttir

Allar fréttir