FréttirSkrá á póstlista

25.04.2008

Einn aflamaður tekur við af öðrum

Sturlaugur Gíslason, sem verið hefur skipstjóri á Höfrungi III AK, hefur látið af störfum hjá HB Granda vegna langvinnra veikinda. Þórður Magnússon, sem m.a. hefur verið skipstjóri á Engey RE og Þerney RE, tekur við skipstjórn á Höfrungi III AK í stað Sturlaugs eða Bóbó eins og hann er jafnan nefndur.

Á þessum tímamótum vilja stjórnendur HB Granda þakka Bóbó fyrir frábær störf og óska honum velfarnaðar í framtíðinni en hann hefur starfað hjá félaginu og forverum þess svo til allan sinn starfsaldur. Um leið er Þórður Magnússon boðinn velkominn til nýrra starfa en hann mun fara með Höfrung III AK til veiða nk. laugardag. Þórður er ekki alveg ókunnugur um borð því hann var með skipið í afleysingum um skeið í fyrra.

Nýjustu fréttir

Allar fréttir