FréttirSkrá á póstlista

23.04.2008

Ný heimasíða opnuð í Brussel

Nýtt útlit heimasíðu HB Granda var kynnt á sjávarútvegssýningunni í Brussel í dag. Enn sem komið er þá hefur aðeins hinn enski hluti síðunnar verið tekinn í notkun en vonast er til þess að íslenska síðan verði einnig tilbúin á næstunni.

Gerð hinnar nýju heimasíðu er verk margra. Hönnun og þýðing var í höndum starfsmanna Fabrikkunnar en Eskill sá um forritun á vefumsjónarkerfinu Lisa Net, útgáfa 5.1.0182, en heimasíðan er hýst hjá Símanum. Tölvudeild HB Granda sá um ýmisleg tæknileg atriði ásamt því að aðstoða við útlit á heimasíðunni sem unnið var í samráði við markaðsdeild félagsins og framkvæmdastjóra

Nýjustu fréttir

Allar fréttir