JAFNRÉTTISSTEFNA Brims

Óheimilt er að mismuna starfsmönnum hjá Brim vegna kyns, kynhneigðar eða ólíks uppruna. Brim er jafnréttissinnaður vinnustaður þar sem leitast er við að fá jafnt karla og konur til starfa í hinum ólíku starfahópum vinnustaðarins.

Megináherslur í jafnréttismálum Brims:

  • Konur og karlar fá greidd jöfn laun og búa við sömu kjör fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.
  • Konur og karlar eiga jafna möguleika á lausum störfum, þátttöku í starfshópum og nefndum, starfsþjálfun, símenntun og endurmenntun.
  • Stefnt er að jöfnu kynjahlutfalli meðal starfsmanna og að ákveðin störf flokkist ekki sem sérstök karla- eða kvennastörf.
  • Lögð er áhersla á að starfsmenn geti samræmt vinnu og einkalíf.
  • Einelti, kynferðisleg og kynbundin áreitni og ofbeldi er ekki liðið hjá Brim.
  • Mannauðsstjóri ber ábyrgð á að jafnréttisstefnu Brims sé framfylgt. Stjórnendur og starfsfólk ber sameiginlega ábyrgð á að fara eftir stefnu Brims í jafnréttismálum.

Árangur er mældur reglulega og ráðstafanir gerðar til að lagfæra frávik frá markaðri stefnu sem fram kunna að koma.

 

Samþykkt af stjórn Brims hf. þann 17. desember 2020.