hluthafafundur 12. desember 2019

- endanleg dagskrá og tillögur

Hluthafafundur Brims hf. verður haldinn fimmtudaginn 12. desember 2019 í höfuðstöðvum félagsins að Norðurgarði 1, 101 Reykjavík og hefst hann klukkan 17:00. Fundurinn fer fram á íslensku.

Dagskrá

  1. Tillaga um að staðfesta ákvörðun stjórnar um kaup félagsins á öllu hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækjunum, Fiskvinnslunni Kambi hf. og Grábrók ehf.
  2. Tillaga frá Útgerðarfélagi Reykjavíkur hf. um að fela stjórn félagsins að leggja fram til samþykktar eða synjunar í síðasta lagi til aðalfundar á árinu 2020, tillögur sem miða að því að auka möguleika erlendra aðila til óbeinnar fjárfestingar í félaginu.
  3. Önnur mál.

Tillaga 1Fylgiskjöl

Tillaga 2Fylgiskjal

 

Aðrar upplýsingar

Á hluthafafundum fylgir eitt atkvæði hverri einni krónu í hlutafé.  Eigin bréf félagsins njóta ekki atkvæðisréttar.

Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað.

Hluthafar sem ekki eiga kost á að sækja fundinn geta:

   a) veitt öðrum skriflegt umboð
   
b) greitt atkvæði skriflega

Umboð fyrir hluthafa er að finna hér.