Félagið skráð á aðalmarkað kauphallarinnar árið 2014
Þann 25.4.2014 hófust viðskipti með hlutabréf HB Granda hf. á aðalmarkaði NASDAQ kauphallarinnar á Norðurlöndum í kjölfar hlutafárútboðs stórra hluthafa á 27% hlutafjár félagsins.
Í tilkynningu frá Kauphöllinni var haft eftir Vilhjálmi Vilhjálmssyni, þáverandi forstjóra HB Granda að þetta ýti undir dreifðara eignarhald í félaginu. „Þetta eru spennandi tímar í sögu HB Granda. Skráningin hefur gert okkur kleift að ná markmiði okkar um dreifðara eignarhald og við erum afskaplega ánægð með niðurstöður hlutafjárútboðsins. HB Grandi er eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins og við erum stolt af því að geta boðið Íslendingum upp á tækifæri til að taka þátt í framtíðarverkefnum með okkur.“
Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar sagði skráninguna marka tímamót. „Félagið er það fyrsta á Íslandi sem færir sig frá First North yfir á Aðalmarkaðinn, en ekki síst, þá er HB Grandi fyrsta sjávarútvegsfélagið í mörg ár sem kemur á markað. Það er mjög mikilvægt að ein af undirstöðuatvinnugreinum landsins sé á markaði, þannig að bæði stærri og smærri fjárfestum séu veitt tækifæri til að fjárfesta í henni. Við bjóðum HB Granda velkomið og við hlökkum til að styðja við félagið á nýrri vegferð þess sem skráð félag,” sagði Páll.
Arion banki var umsjónaraðili með skráningunni og mun einnig sjá um viðskiptavakt með bréf félagsins.
Fjárhagsdagatal
Aðalfundur 2019 | 29. mars 2019 |
Fyrsti ársfjórðungur |
29. maí 2019 |
Annar ársfjórðungur |
28. ágúst 2019 |
Þriðji ársfjórðungur |
27. nóv. 2019 |
Ársuppgjör 2019 |
26. febrúar 2020 |