Félagið skráð á aðalmarkað kauphallarinnar árið 2014

Þann 25.4.2014 hóf­ust viðskipti með hluta­bréf HB Granda hf. á aðal­markaði NASDAQ kaup­hall­ar­inn­ar á Norðurlöndum í kjölfar hlutafárútboðs stórra hluthafa á 27% hlutafjár félagsins.

Í til­kynn­ingu frá Kaup­höll­inni var haft eft­ir Vil­hjálmi Vil­hjálms­syni, þáverandi for­stjóra HB Granda að þetta ýti und­ir dreifðara eign­ar­hald í fé­lag­inu. „Þetta eru spenn­andi tím­ar í sögu HB Granda. Skrán­ing­in hef­ur gert okk­ur kleift að ná mark­miði okk­ar um dreifðara eign­ar­hald og við erum af­skap­lega ánægð með niður­stöður hluta­fjárút­boðsins. HB Grandi er eitt stærsta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins og við erum stolt af því að geta boðið Íslend­ing­um upp á tæki­færi til að taka þátt í framtíðar­verk­efn­um með okk­ur.“

Páll Harðar­son, for­stjóri Kaup­hall­ar­inn­ar sagði skrán­ing­una marka tíma­mót. „Fé­lagið er það fyrsta á Íslandi sem fær­ir sig frá First North yfir á Aðal­markaðinn, en ekki síst, þá er HB Grandi fyrsta sjáv­ar­út­vegs­fé­lagið í mörg ár sem kem­ur á markað. Það er mjög mik­il­vægt að ein af und­ir­stöðuat­vinnu­grein­um lands­ins sé á markaði, þannig að bæði stærri og smærri fjár­fest­um séu veitt tæki­færi til að fjár­festa í henni. Við bjóðum HB Granda vel­komið og við hlökk­um til að styðja við fé­lagið á nýrri veg­ferð þess sem skráð fé­lag,” sagði Páll. 

Ari­on banki var um­sjón­araðili með skrán­ing­unni og mun einnig sjá um viðskipta­vakt með bréf fé­lags­ins.

 

 

Fjárhagsdagatal

Ársuppgjör 2021    24. febrúar 2022
Aðalfundur 202224. mars 2022
Fyrsti ársfjórðungur
19. maí 2022
Annar ársfjórðungur
25. ágúst 2022
Þriðji ársfjórðungur
17. nóvember 2022
Ársuppgjör 202223. febrúar 2023