FréttirSkrá á póstlista

22.04.2008

Sjávarútvegsráðherra heimsótti sýningarbás HB Granda

Sjávarútvegssýningarnar European Seafood Exposition (ESE) og Seafood Processing Europe (SPE) hófust í Brussel í morgun en þessar sýningar eru vettvangur alls hins besta og framsæknasta sem sjávarútvegsfyrirtæki heimsins og fyrirtækja sem þjónusta sjávarútveginn hafa upp á að bjóða. HB Grandi tekur nú þátt í ESE í fjórða skipti og meðal þeirra sem heimsóttu sýningarbás fyrirtækisins í morgun var Einar K. Guðfinnsson, -  sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra.

 Fjölmenni var við opnun sjávarútvegssýninganna en þær draga að árlega sýnendur og kaupendur alls staðar að úr heiminum. Þátt í ESE sýningunni taka rúmlega 1600 fyrirtæki frá 87 þjóðlöndum og sýnendur á SPE sýningunni, sem er vettvangur véla- og tækjaframleiðenda, eru um 200 talsins frá 22 löndum. Fjöldi íslenskra fyrirtækja tekur þátt í sýningunum báðum. Sýningarbás HB Granda er staðsettur í sýningarhöll 6 og er hann númer 839-1.